Tuesday, July 31, 2012

Milljarðamæringurinn í Minnesota


Eins og flestir sem fylgjast með NBA deildinni vita, hefur Minnesota ákveðið að gera tveggja ára samning við rússneska framherjann Andrei Kirilenko.

Rússinn langi er aftur er kominn til Bandaríkjanna eftir að hafa skotist til Moskvu í eitt ár.

Úlfarnir ætla að bjóða honum níu milljónir dollara í árslaun, svo ljóst er að Kirilenko verður á allt of háum launum út ferilinn.

Kirilenko fór hamförum í Evrópu á síðustu leiktíð svo ætla má að hann hafi endurheimt megnið af svæginu sem gerði hann að einum fjölhæfasta leikmanni NBA deildarinnar á sínum tíma.

Eftir frábæran vetur árið 2004 ákvað stjórn Utah Jazz að Kirilenko, sem var alltaf að bæta sig, yrði maðurinn sem tæki við kyndlinum af Stockton og Malone og gaf honum allt of stóran samning sem hann stóð aldrei undir.

Kirilenko er stórkostlegur leikmaður þegar hann spilar fyrir Rússa og hefur meira að segja unnið einn stóran titil með liðinu. Vissulega átti hann sína spretti í NBA líka, þar sem hann gladdi tölfræðinörda m.a. með sínum frægu 5x5 leikjum og þrennum.

Kirilenko spilaði í tíu ár með Utah Jazz og hvern einasta leik sinn undir stjórn Jerry Sloan. Samskipti þeirra tveggja voru oft á tíðum ansi mislukkuð, sérstaklega á seinni árunum, og einu sinni gekk það svo langt að Kirilenko fór bókstaflega að grenja undan þjálfara sínum.

Utah spilaði alltaf mjög kerfisbundinn sóknarleik undir stjórn Jerry Sloan og þó Kirilenko hafi á suman hátt verið afar mikilvægur í þessu sýstemi, var hann líka á margan hátt ómögulegur í því.

Hann þarf að fá lausan tauminn til að geta notið sín og það var einfaldlega ekki í boði hjá Jazz á seinni árum, þar sem Deron Williams, Carlos Boozer og Mehmet Okur voru fyrstu kostir í sóknaraðgerðum.

Við höfum horft á fleiri leiki með Andrei Kirilenko en þú. Þess vegna roðnum við ekki við að skjóta fram eftirfarandi fullyrðingum.

Ef Kirilenko hefði spilan einhvers staðar annarsstaðar en í Utah, hefði hann orðið margfaldur stjörnuleikmaður í stað þess að spila þennan eina sem hann gerði árið 2004.

Ef Kirilenko hefði spilað undir stjórn t.d. Don Nelson, hefði sá gamli bara afhent Rússanum lyklana að Warriors-Volgunni og leyft honum að botna kvikindið.

Í kaosinu hjá Nelson, er óhætt að fullyrða að við hefðum séð meðaltöl upp á 18 stig, 9 fráköst, 6 stoðsendingar, tvo stolna og tvö varin skot. Og þetta er varlega áætlað. Það má vel vera að hann hefði verið með enn betri tölur. Þér er óhætt að fara með þetta í bankann.

Hann Andrei vinur okkar stendur aldrei undir því að vera með milljarð króna í árslaun og hann á eftir að missa úr sína hefðbundnu 15-20 leiki á ári vegna meiðsla.

Við höllumst samt að því að hann eigi eftir að hjálpa Minnesota töluvert - og þá ekki bara af því hann er með húðflúr sem minnir á innyfli úr dílaskarfi á sterum.

Rick Adelman mun vonandi gefa Kirilenko slakan taum þegar hann kemur inn af bekknum í vetur og hafi Minnesota verið Spútnik/League Pass lið ársins í fyrra - verður það enn skemmtilegra í vetur.

Þegar þú ert með leikmenn með jafn næmt auga fyrir spili og Ricky Rubio og Andrei Kirilenko, gæti útkoman orðið eitthvað alveg sérstakt.

AK-47 kemur svo auðvitað fyrst og fremst með varnarleik inn í lið Úlfanna og ekki er vanþörf á því. Hann er sérfræðingur í að verja skot þegar hann læðist inn af veiku hliðinni og hreinsar til við hringinn. Vænghaf hans er endalaust og hann hefur nef fyrir boltanum - bæði að stela og verja.

Það er freistandi að spá því að Kirilenko muni slá í gegn hjá Úlfunum í vetur og jafnvel blanda sér í baráttuna um nafnbótina varamaður ársins (ef Minny notar hann rétt). Hann mun berjast við ökkla og bakmeiðsli í allan vetur eins og venjulega, en það er það eina sem við komum auga á sem ætti að aftra honum frá því að eiga eðalvetur hjá Úlfunum.

Okkur þætti það að minnsta kosti ekki leiðinlegt.

Flottasti blogghaus allra tíma



Úr sjoppunni



Monday, July 30, 2012

Dirk í það heilaga


Dirk Nowitzki er ekki vanur að hafa hátt um hlutina.

Nú greina fréttamiðlar frá því að hann hafi skellt sér til Afríku og gengið að eiga unnustu sína Jessicu Olson í heimalandi hennar Kenýa.

Eins og myndin ber með sér er sagt að Þjóðverjinn geðþekki hafi farið alla leið með þetta og brúðkaupið hafi verið að hætti heimamanna.

 Það er orðin tíska að gifta sig árið 2012.

Wednesday, July 25, 2012

Ein góð af Wilt


















































Við giskum á að þessi mynd sé frá leiktíðinni 1968-69 af því Elgin Baylor er á henni líka.
Wilt var einn af frumherjunum í hipsterabransanum auðvitað. Frábær mynd.

Sunday, July 22, 2012

Auglýsingar væntanlegar á búninga í NBA



Mynd: Hæðir og hægðir í sögu Nets



Mál málanna

































P.s. - Sorry ef þetta er amma þín

Mynd: Þróun einkennismerkja í NBA
























Hvernig verða á heimsfræg metalsveit


Það getur vel verið að við séum búin að pósta þessu áður og þá verður bara að hafa það. Árið 1995 spratt hljómsveitin Machine Head fram á metal-sjónarsviðið með óhemju þunga og látum.

Tónleikarnir hér fyrir neðan, frammistaða Machine Head á Dynamo hátíðinni árið 1995, eru til marks um af hverju þessi Oakland-sveit flaug á toppinn svona fljótt og skipaði sér strax á bekk með þeim bestu í geiranum.

Ef þú ert ungliði í metalnum og ætlar að láta finna fyrir þér í bransanum, þarftu að bjóða upp á nákvæmlega þetta hérna fyrir neðan. Þetta gigg er ekki hægt. Orkan endalaus og tónlistin auðvitað stórkostleg. Ótrúleg frumraun sem fáir hafa leikið eftir.

Westbrook meinar Argentínumönnum aðgang


Friday, July 20, 2012

Ray Ray í gegn um tíðina



Sheed er í betra formi nú en þegar hann spilaði í NBA


Adam er enn að reyna að fá inni í Paradís


Hversu margir ætli hafi leitt hugann að því í kvöld hvernig Adam Morrison hefur það í augnablikinu?

Líklega ekki margir.

Menn eins og hann eru ástæða þess að við fílum ekki háskólaboltann.

 Eitt má Morrison þó eiga, hann var orðinn helvíti flottur með allt þetta síða hár og hefði auðveldlega geta falið sig baksviðs á Pantera-tónleikum.

Efri myndin sýnir hann aðeins snyrtari og huggulegri eins og hann ku líta út í dag.

Morrison hefur verið að spila í Evrópu en hefur á undanförnum dögum reynt fyrir sér með sumarliðum Clippers og Nets. Ætli við verðum ekki að óska þessum vælukjóa góðs gengis. Guð má vita af hverju. Við erum bara svona góðhjörtuð og gefandi.


Rodman eldri greiðir 700.000 í meðlag



Allir þekkja Dennis Rodman, sem á gamalsaldri hefur loksins náð að hitta föður sinn, Philander Rodman. Sá gamli er kominn yfir sjötugt, heldur til á Filippseyjum og er sagður eiga hvorki meira né minna en 29 börn með 16 konum!

Auðvitað eru öll þessi börn einhver komin yfir 18 ára aldurinn, en ef við gefum okkur til gamans að þau væru öll yngri, væri sá gamli ekki að greiða nema 700 þúsund krónur í meðlag á mánuði og tæpar átta og hálfa milljón á ári ef hann væri svo óheppinn að búa á Íslandi.

Þetta er allt saman alveg þræleðlilegt eins og flest í kring um Dennis blessaðan. Ef við setjum þetta í samhengi við körfuboltaferil Dennis Rodman má leiða líkum að því að móðir hans Dennis hafi verið rebound-gella fyrir þann gamla inn á milli barneigna.

Það gat ekki annað verið en að maður sem skilur eftir sig annað eins genahryðjuverk og Dennis Rodman væri nokkuð... tjah, léttur á því.



Glorían



Thursday, July 19, 2012

Vafasamir leikstjórar New York Knicks


Linveikitímabilinu er lokið í New York.

Hinn Asíuættaði ofurheili Jeremy Lin er farinn til Texas, þar sem hann fær fáránleg laun næstu þrjú árin.

Við erum sammála Carmelo Anthony með fáránlegu launin og það verður örugglega í fyrsta og eina skiptið sem við verðum sammála Melo.

Við stjórnartaumum og leikstjórn hjá Knicks taka því þeir Raymond Felton og Jason Kidd.

Raymond Felton er í verra formi en Everybody Loves Raymond og er hreint út sagt FEITUR.

Nei, svona í alvöru - hann er spikfeitur! Heimilislæknirinn hans er búinn að segja honum að hann verði að kötta niður á mæjónesinu - hann sé í lífshættu. Það er með ólíkindum að þessi maður fái vinnu í NBA, ekki síst í ljósi þess hve glæpsamlega lélegur hann var á síðustu leiktíð.

Helvíti metnaðarfullur leikmaður.

En sem betur fer hefur New York Jason Kidd. Alltaf hægt að treysta á fertuga fagmenn sem hafa séð þetta allt áður, hugsa vel um sig og kunna að vinna.

Nema kannski þegar þeir skella sér út korteri eftir að þeir skrifa undir nýjan samning, drekka sig á felguna og láta svo hirða sig Á RASSGATINU og gjöreyðileggja bílinn í árekstri.

Þetta er New York Knicks og þetta er það sem félagið ætlar að bjóða upp á í vetur.

Bara nokkur atriði sem undirstrika af hverju Carmelo Anthony og Amare Stoudemire verða aldrei NBA meistarar.

Alltaf finnum við jafn mikið til með stuðningsmönnum þessa liðs.

JET í grænu - tekur treyju #4




Smá grín grín: Knicks kveðja félaga sinn Lin



Alvan Adams á afmæli í dag



















Alvan Adams er afmælisbarn dagsins, en hann lék allan sinn feril með Phoenix Suns. Ferill Adams var nokkuð sérstakur fyrir þær sakir að hann byrjaði á toppnum en dalaði svo næstu 11 árin.

Miðherjinn Adams var útnefndur nýliði ársins árið 1976 og var lykilmaður í liði Phoenix sem fór þá óvænt alla leið í lokaúrslitin þar sem það mátti játa sig sigrað gegn Boston Celtics í sögulegri seríu.

Alvan Adams var með flottar tölur á nýliðaárinu sínu ´76. Hann skoraði 19 stig að meðaltali í leik, hirti 9 fráköst, gaf 5,6 stoðsendingar og var með 110+ í bæði vörðum skotum og stolnum boltum. Sem sé ekkert slor ár hjá nýliðanum, sem í dag er 58 ára gamall.

Þeir LaMarcus Aldridge (28) og Adam Morrison (27) eiga líka afmæli þennan dag.

Tuesday, July 17, 2012

Connie Hawkins er sjötugur í dag


Connie Hawkins var mjög sérstakur leikmaður og einn af fyrstu skemmtikröftum deildarinnar.

Hann var frumherji sem slíkur og í dag er hann hvorki meira né minna en sjötugur.

Hawkins spilaði bæði stöðu miðherja og framherja og var þekktur fyrir að vera mjög kúnstugur með boltann, sem ekki var algengt þegar svo stórir menn voru annars vegar.

Hann hefur alla tíð verið mikil goðsögn og til eru óhemju margar sögur um hæfileika hans og galdrabrögð, en það voru auðvitað ekki allir með myndavél í grillinu 24/7 í þá daga eins og nú.

Ferill Hawkins varð aldrei eins glæstur og vonir hans stóðu til um eftir að hann flæktist í veðmálahneyksli, þó aldrei tækist að sanna eitt eða neitt á hann.

Hann hlaut þó uppreisn æru árið 1992, þegar hann hlaut inngöngu í Heiðurshöllina.

Að sjálfssögðu er til bók um þetta allt saman og við skorum á ykkur að taka Connie Hawkins fyrir næst þegar þið takið NBA 101 og kynnið ykkur sögu leiksins.






Það sem þú þarft að vita um landslið Bandaríkjanna:


Um þessar mundir eru tuttugu ár síðan hið svokallaða Draumalið Bandaríkjanna í körfubolta vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Barcelona. Margir hallast að því að þetta hafi verið besta boltaíþróttalið allra tíma og það er ekki langt frá lagi, enda nokkrir af bestu leikmönnum í sögu leiksins í bandaríska liðinu.

Á tímamótum sem þessum er við hæfi að staldra við og líta til baka og það hafa bandarískir fjölmiðlar svo sannarlega gert. Undanfarnar vikur höfum við séð ótal viðtöl og greinar við leikmenn og aðra spekinga þar sem menn velta fyrir sér hvernig Ólympíuförum Bandaríkjanna í dag tækist til ef þeir hefðu mætt liðinu frá 1992.

Deron Williams, leikstjórnandi Nets og liðs Bandaríkjanna í dag, var fullur virðingar og sagði að Draumaliðið væri einfaldlega besta lið sem sett hefði verið saman og því hefði það líklega unnið 2012 útgáfuna sem er á leið á leikana í London.

Kobe Bryant var ekki eins hógvær og auðvitað sagði hann að 2012 strákarnir hefðu í fullu tré við forvera sína frá Barcelona.

Þið getið rétt svo ímyndað ykkur hvaða skoðun við höfum á þessu.

Bandaríska liðið í dag ætti aldrei, aldrei möguleika gegn ´92 liðinu. Okkur er nákvæmlega sama hvað þú heldur um það. Nægir að nefna þá fádæma yfirburði sem ´92 liðið hefði í teignum með þá Robinson, Ewing, Malone og Barkley.

Það er meira að segja algjör óþarfi að tefla fram Jordan-trompinu, sem að sjálfssögðu bindur enda á allar þrætur um hvort liðið væri betra.

Stærsti munurinn á þessum liðum hefur þó ekkert með teiginn eða Jordan að gera. Ástæðan fyrir því að liðið í dag ætti aldrei möguleika gegn gömlu mönnunum er einfaldlega sú að ´92 liðið var miklu betur skólað en liðið í dag.

Flestir leikmenn ´92 liðsins áttu að baki farsælan feril í háskólaboltanum og voru betur að sér í grunnatriðum leiksins.

Liðsandinn var frábær og hver einasti leikmaður Draumaliðsins var tilbúinn að láta lífið fyrir land og þjóð.

Forsprakkar ´92 liðsins vildu frekar deyja en tapa, voru sumir hverjir hálf geðsjúkir keppnismenn og áttu að baki fjölda meistaratitla.

Þá er ótalin sú staðreynd að þrír þekktustu leikmenn Draumaliðsins gerðu sér lítið fyrir og lyftu íþróttinni á hærra plan með frammistöðu sinni. Magic Johnson og Larry Bird voru fánaberar NBA deildarinnar í upphafi níunda áratugarins þegar einvígi þeirra tveggja og auknar sjónvarpsútsendingar ýttu af stað byltingu sem Michael Jordan kórónaði svo á áratugnum sem á eftir kom.

Já, það var engin tilviljun að mótherjar Draumaliðsins létu taka myndir af sér með Bandaríkjamönnunum og gerðu það meira að segja fyrir leiki en ekki eftir þá eins og eðlilegra hefði talist.

Það er ekki hægt að setja saman eitt stykki Draumalið án þess að einhver fari í fýlu og þannig fór árið 1992 að það var Isiah Thomas hjá Detroit Pistons sem móðgaðist þegar hann var ekki valinn í þetta sögufræga lið.

Sagan segir alltaf að Thomas hafi ekki fengið að fljóta með vegna illdeilna hans við Michael Jordan, en staðreyndin var nú reyndar sú að Thomas var búinn að brenna nokkrar brýr að baki sér og flestir leikmanna Draumaliðsins voru ósköp fegnir að vera lausir við hann. Isiah átti ef til vill skilið að vera valinn í þetta lið, en hann var of mikið fífl til að fá það í gegn.

Aðrir leikmenn hefðu ef til vill mátt fara í meiri fýlu en Isiah Thomas yfir því að fá ekki að fara til Barcelona og þar nægir að nefna liðsfélaga hans hjá Detroit, Joe Dumars, sem reyndar eins og flestir sem fengu ekki að vera með ´92, fékk síðar tækifæri til að spila fyrir þjóð sína.

Ólympíuleikarnir árið 1992 voru auðvitað sérstakir fyrir þær sakir að þá fengu atvinnumenn Bandaríkjanna loksins að vera með, en fram að því hafði bandaríska liðið samanstaðið af guttum úr háskólaboltanum sem þó gerði jafnan fína hluti.

Þegar svo fékkst í gegn að tefla fram atvinnumönnunum árið 1992, dugði ekkert minna en að fá þá frægustu og bestu - gera þetta með stæl.

Eitt af fyrstu verkum Ólympíunefndarinnar var að sjálfssögðu að hringja í Michael Jordan, sem þá þegar var orðinn konungur NBA deildarinnar og líklega þekktasti og vinsælasti íþróttamaður jarðar á þeim tíma.

Með Jordan voru teknir nokkrir yfirburðamenn í deildinni sem augljóslega áttu heima í liðinu, en þar að auki fékk Magic Johnson að fljóta með þrátt fyrir að vera nýbúinn að greinast með HIV.

Vinur Johnson og erkifjandi á vellinum, Larry Bird, samþykkti svo að skottast með til Barcelona þrátt fyrir að vera orðinn gjörsamlega ónýtur í skrokknum, en hann lagði skóna á hilluna eftir leikana.

Hinn skemmtilega óþolandi Christian Laettner fékk einhverra hluta vegna sæti í Draumaliðinu, en hann var þá við það að koma inn í NBA deildina eftir einn besta háskólaferil sem sögur fara af. Hann var þó fjarri því besti nýliðinn í deildinni þetta árið og auðvitað hefði Shaquille O´Neal miklu frekar átt að fá sæti í liðinu en Laettner, sem var með skipt í miðju og klæddist rúllukragabolum.

Þeir leikmenn sem helst var rifist um að hefðu átt að spila fyrir hönd Bandaríkjanna á kostnað manna eins og Laettner voru Shaquille O´Neal sem þá var á leið til Orlando Magic, Joe Dumars hjá Detroit, Dominique Wilkins hjá Atlanta, James Worthy hjá LA Lakers. Tveir leikstjórnendur áttu svo til að mynda betri leiktímabil en Isiah Thomas þetta árið og það voru Mark Price og Tim Hardaway.

Já, það var sannarlega feykinóg af mannskap í NBA deildinni á þessum árum.

Af því við hérna á ristjórn NBA Ísland erum alltaf að leika Guð, ákváðum við að leika okkur aðeins með bæði Draumaliðið og landslið Bandaríkjanna í dag.

Við ákváðum að skipta út mönnum sem í raun voru ekki í nógu góðu standi eða hreinlega ekki nógu góðir - og búa til sterkasta Draumalið sem mögulegt var á þessum tíma.

Þá lékum við okkur að því að athuga hvaða leikmenn úr 2012 liði Bandaríkjanna hefðu mögulega átt eitthvað erindi í Draumaliðið eða getað gert það sterkara. Það var reyndar ekki tímafrek aðgerð.

Eins og áður sagði átti Christian Laettner ekkert erindi í liðið og ef við hefðum þurft að taka háskólagutta inn í liðið hefði Shaquille O´Neal að sjálfssögðu orðið fyrir valinu. Larry Bird blessaður var auðvitað á felgunni og í sannleika sagt hefði Dominique Wilkins líklega hjálpað bandaríska liðinu meira en Bird og mjög örugglega skemmt áhorfendum betur.

Magic Johnson stóð sig með ágætum með Draumunum þrátt fyrir allt sem á gekk hjá honum og líklega hefðum við leyft honum að sigla með hópnum, en þó má deila um hvort hefði ekki verið heppilegra að senda annað hvort Mark Price eða Joe Dumars með í hans stað.

Mark Price var á hátindi ferils síns á þessum árum, góður leikstjórnandi og alveg baneitruð skytta sem hefði reynst liðinu vel - og átti eftir að gera það síðar. Þá var Dumars þeim kostum gæddur að vera úrvals varnarmaður og gat líka spilað báðar bakvarðarstöðurnar, sem gefur honum aukið vægi. Reyndar voru Bandaríkjamennirnir ekki mikið að hafa áhyggjur af leikstöðum og létu Scottie Pippen oft spila stöðu leikstjórnanda, enda leysti hann það með sóma og naut sýn vel í henni á opnum velli þegar svo bar undir.

En hvaða leikmenn í dag gætu hjálpað Draumaliðinu eins og það var uppsett 1992?

Tvær mjög nauðsynlegar tegundir körfuboltamanna eru að verða útdauðar í NBA deildinni í dag, en það eru alvöru miðherjar annars vegar og góðar skyttur hinsvegar. Þessi skortur gerir það að verkum að fáir af leikmönnum Bandaríkjanna í dag kæmust í Draumaliðið.

Við ætlum þó að vera góðhjörtuð og teljum að nokkrar hrókeringar með mönnum úr NBA í dag gætu styrkt Draumaliðið.

Sem fyrr en Laettnerinn fyrsti maður út og inn fyrir hann kemur Kevin Durant. Við tökum Durant með af því hann á sér engan líkan, getur skorað hvaðan sem er af vellinum og er gjörsamlega ódekkanlegur.

Þá liggur beinast við að gefa Larry Bird frí og leyfa honum að hvíla bakið. Í stað hans kemur maður sem er álíka fjölhæfur og spilar sömu stöðu - besti körfuboltamaður heims í dag - LeBron James.

Þá er bara spurning hvort við eigum að leyfa Magic karlinum að hanga á því. Ef ekki, tækjum við Deron Williams til að sjá um leikstjórn Draumaliðsins ásamt John Stockton, Einhver tæki líklega Chris Paul, við kjósum heldur að taka stærri og sterkari ás sem veldur léttari mótherjum endalausum höfuðverk á báðum endum vallarsins.

Kobe Bryant, spyrðu? Hann er kominn með full margar mílur á hjólbarðana og af hverju að pakka Pepsi ef þú ert þegar með Kók (Jordan)?

Það er búið að vera gaman að leika sér svona með Draumaliðið, en okkur þykir nauðsynlegt að taka fram að ef þeir Magic og Bird hefðu verið eitthvað nær miðjum ferli, hefðu þeir að sjálfssögðu verið með fyrstu nöfnunum á listann.

Þegar talað er um lið sem hefðu getað velgt Draumaliðinu undir uggum er nærtækast að taka liðin sem komu á eftir, en þar voru flestir af leikmönnunum sem við töldum upp hér fyrir ofan en komust ekki í Draumaliðið.

Síðar áttu svo eftir að koma inn í lið Bandaríkjanna menn eins og Hakeem Olajuwon og hann einn - og nokkrar góðar skyttur - hefðu klárlega getað hrist upp í Draumaliðspiltum.

Þetta eru okkar spekúlasjónir þegar kemur að bandaríska landsliðinu í körfubolta. Líklega eru flestir ósammála þessu en þegar kemur að öðrum eins snillingum og taldir hafa verið upp hér að ofan, er varla hægt að velja ranga menn - þeir eru allir frábærir.

En látum nú þessari pælingu lokið.

Skamm, Jason Kidd




Saturday, July 7, 2012

Júdas Shuttlesworth



Framhjáakstur í Boston


Þetta er Rajon Rondo. Þið þekkið kauða.


Honum finnst gaman að fara út á rúntinn.


























Í kvöld ætlar hann að kíkja heim til Ray Ray.